Hlakkar til hrognafrystingarinnar

Deila:

Eyjamaðurinn Davíð Þór Óskarsson maður vikunnar á Kvótanum í dag. Hann er verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja en byrjaði í fiski 14 til 15 ára. Hann er svo kominn í fiskinn aftur eftir 12 ára hlé í lögreglunni.

Nafn: Davíð Þór Óskarsson.

Hvaðan ertu: Borin og barnfæddur Vestmannaeyingur.

Fjölskylduhagir: Giftur Birnu Vídó Þórsdóttur og eigum við 1 son, Hreggvið Jens.

Hvar starfar þú núna: Ísfélagi Vestmannaeyja.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg: Byrjaði að vinna í skólafríum um 14-15 ára í frystihúsinu hjá Ísfélagi V.eyja. Svo tók ég við starfi verkstjóra hjá Ísfélaginu í ágúst síðastliðnum eftir 12 ár í lögreglunni.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg:

Það er svo margt, en ég hlakka mikið til þegar við byrjum á hrognafrystingunni.

En það erfiðasta:

Það er ekkert sem kemur upp í hugann. Allt jafn skemmtilegt og krefjandi, bara mis mikið

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum:

Ég þarf oft og iðulega að fara um borð í frystiskip sem koma við og taka afurðir hjá okkur. Yfirmenn á þessum skipum eru mjög oft frá austur-Evrópu og tala litla sem enga ensku. Vorum við búnir að hlaða í eitt skipið og fór ég og ræddi við stýrimanninn til að bera saman bækur okkar. Sá talaði enga ensku en talaði hann og talaði við mig allan tímann. Ekki hef ég hugmynd um hvað hann var að segja, en sagan hjá honum var örugglega mjög góð.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn:

Vinn bara með eðalfólki.

Hver eru áhugamál þín: Fjölskyldan og hreyfing.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn: Lambalæri og svo er þorskurinn hjá konunni alltaf að skora hærra.

Hvert færir þú í draumfríið: Tælands.

Á myndinni er Davíð Þór til hægri en vinstra megin er Matt Garner sem einnig er verkstjóri hjá Ísfélaginu.

 

 

Deila: