Um 61.000 tonn af fiski um frystigeymslur SVN

Deila:

Alls tóku frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á móti 60.800 tonnum af frystum afurðum á árinu 2017. Vinnsluskip lönduðu 23.406 tonnum í geymslurnar en frá fiskiðjuveri fyrirtækisins komu 37.400 tonn af uppsjávarfiski og 101 tonn af bolfiski. Eftirtalin skip lönduðu afurðum í frystigeymslurnar á árinu:

Vilhelm Þorsteinsson EA … 10.154 tonn

Hákon EA ………………………. 9.319 tonn

Polar Amaroq …………………. 1.363 tonn

Blængur NK ……………………. 2.570 tonn

Öll skipin lönduðu uppsjávartegundum að Blængi undanskildum, en hann landaði botnfisktegundum.

Alls var á árinu skipað út 62.991 tonnum af afurðum sem geymdar voru í frystigeymslunum. Þar af fóru 45.153 tonn beint um borð í skip í Norðfjarðarhöfn en 17.848 tonn voru flutt með gámum til útskipunar í öðrum höfnum. Flutningabílar sóttu gámana og þurftu þeir að fara yfir Oddsskarð allt þar til Norðfjarðargöng voru opnuð fyrir umferð í nóvembermánuði sl. Hér er um að ræða um 1.500 ferðir slíkra bíla fram og til baka.

Á myndinni fylgist Heimir Ásgeirsson yfirverkstjóri í frystigeymslunum með útskipun. Ljósm. Hákon Ernuson

 

Deila: