Óli er kominn heim

Deila:

Stærsti „smábátur“ landsins Óli á Stað, línubeitningarbátur Stakkavíkur í grindavík, kom í heimahafnar í fyrsta sinn í gær. Þá landaði Óðinn Arnberg Kristinsson, skipstjóri og áhöfn hans um 7,5 tonnum af ríga þorski, ýsu og „gramsi“ í Grindavík.

Óðinn Arnberg Kristinsson, skipstjóri í Brúnni.

Óðinn Arnberg Kristinsson, skipstjóri í brúnni.

Óli á Stað er 30 tonna bátur, smíðaður af Seiglu hf. og var afhentur á vordögum. Fyrsta löndun hjá honum var í maí í fyrra, en síðan þá hefur verið gert út frá Norðfirði, Siglufirði og Sandgerði, Reyndar landað einu sinni á Stöðvarfirði. „Við lönduðum í Sandgerði í gær,“ sagði Óðinn, þegar Kvótinn spjallaði við hann um borð í bátnum í gær. „Báturinn er nokkuð fínn og það gengur vel að fiska á hann. Við höfum mest verið með 12 tonn í róðri. Við komum með bátinn suður milli jóla og nýárs og höfum verið í Sandgerði síðan, en nú erum við komnir heim. Við vorum úti af Rananum í dag og erum með mest að góðum þorski. Hitt er tæpt tonn af ýsu og  500 kíló af gramsi.

Svo er bara vertíð framundan, reyndar getum við bara róið í einn dag í viðbót og síðan verður bræla næstu daga þar á eftir,“ sagði Óðinn.

Margir tóku á móti bátnum við komuna síðdegis í gær og bauð útgerð hans, Stakkavík, í kaffi og kökur í tilefni dagsins.

Ljósmyndir Hjörtur Gíslason.

Deila: