Norðmenn landa á Norðfirði
Um helgina lönduðu fjögur norsk loðnuskip slöttum í Neskaupstað. Þetta voru skipin Tronderbas, Vendla, Vea og Havsnurp og munu þau samtals hafa landað um 1.100 tonnum.
Mörg norsku skipanna hafa verið í biðstöðu að undanförnu m.a. vegna óhagstæðs tíðarfars og átu í loðnunni. Um helgina voru norsku skipin einungis búin að melda 6.200 tonn en þá mátti gera ráð fyrir að þau ættu eftir að veiða um 60.000 tonn.
Ljósmynd Hákon Ernuson.