Fiskur og fleira kynnt í Boston

Deila:

Seafood Expo North America og Seafood Processing North America fara fram dagana 11.- 13. mars 2018. Þetta eru stærstu sýningar sinnar tegundar í Norður Ameríku og hafa þær verið í töluverðri sókn undanfarin ár. Sýnendur eru um 1.340 frá 50 löndum og gestir eru um 20.000 frá um 100 löndum. Auk sýningarinnar er fjöldi fróðlegra fyrirlestra haldinn í sýningarhöllinni.

Sjávarafurðir kynntar á þjóðarbás #2555

Sameiginlegir hagsmunir íslenskra útflytjenda sjávarafurða verða kynntir á sýningunni undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF), vottun fiskveiða og markaðsmál. Einnig taka átta fyrirtæki þátt og kynna afurðir sínar á þjóðarbásnum. Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækin og afurðir þeirra.

Tæknifyrirtæki á þjóðarbás #2065

Einnig er þjóðarbás með búnaði, tæknilausnum og þjónustu við sjávarútveg á Seafood Processing hluta sýningarinnar. Sjá upplýsingar um fyrirtækin sem þar sýna.

Taste of Iceland í Boston 8.-11. mars

Fjölbreytt kynning á afurðum og íslenskri menningu fer fram í Boston undir merkjum Iceland Naturally dagana 8.-11. mars. Á veitingastaðnum Townsman verður íslenskur kokkur og fiskur og fleira hráefni frá Íslandi á matseðlinum.

 

 

Deila: