Handhöfum aflahlutdeilda hefur fækkað mikið

Deila:

Útgerðum með aflahlutdeild hefur fækkað gífurlega frá fiskveiðiárinu 2005/2006. Það fiskveiðiár voru útgerðirnar 946, en eru 382 nú, fiskveiðiárið 2017/2018, þegar staðan var tekin. Fækkunin hefur verið samfelld á hverju ári allan þennan tíma. Fækkunin nemur 564 útgerðum.

Á sama tíma hefur úthlutun veiðiheimilda talin í ígildum þorsks verið nánast sú sama eða um 400.000 tonn.

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um fækkun útgerða sem ráða yfir hlutdeildum frá fiskveiðiárinu 2005/2006 fram til yfirstandandi fiskveiðiárs. Stöplaritið hér að neðan sýnir þessa fækkun. Handhafar bæði  aflamarkshlutdeilda og krókaaflamarkshlutdeilda eru taldir með hvert fiskveiðiár.  Línuritið á myndinni sýnir heildarúthlutun aflamarks í þorskígildum 1. september ár hvert. Þegar staðan var tekin í mars 2018 hafði útgerðunum sem ráða yfir hlutdeildum fjölgað frá sl. hausti um þrjár.

Fjöldi útgerða með aflahlutdeild

Deila: