Krakkarnir kynntu sér loðnuna
Krakkar í fimmta bekk Grunnskóla Vestmannaeyja heimsóttu Vinnslustöðina í síðustu viku og kynntu sér loðnuna, fisk mánaðarins í skólanum!
Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í uppsjávarvinnslunni, myndaði góða og áhugasama gesti.
Árlegur viðburður er að nemendur fimmta bekkjar komi í heimsókn og fræðist um fisk og fiskvinnslu. Þeim var skipt í hópa í gær og kynntust bæði vinnslu bolfisks og loðnu.
Og að sjálfsögðu fengu þau Svala & súkkulaði að skilnaði. Takk fyrir komuna!
Fleiri myndir eru að sjá á eftirfarandi slóð inn á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar:
http://www.vsv.is/is/frettir/nyjar-frettir/gunnskolakrakkar-kynna-ser-fisk-manadarins