Nei takk Lilja Rafney

Deila:

Félagsmenn í Smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði hafa ályktað um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingu á strandveiðikerfinu.  Afstaða félagsins er skýr, það mótmælir með öllu frumvarpinu.

Bent er á að frumvarpið verði  að tryggja öllum strandveiðibátum 48 daga á sumri og ekki degi minna, sem þeir geta nýtt þegar aðstæður eru bestar til veiða yfir 4 mánaða tímabil.

Í ályktun Hrollaugsmanna er einnig lögð áhersla að ufsi ætti að vera með öllu frjáls við strandveiðar.
Þar segir ennfremur svo:

„Nei takk Lilja Rafney Magnúsdóttir, það hefur enginn beðið ykkur um að gera strandveiðikerfið jafn lélegt fyrir alla strandveiðimenn allt í kringum landið eins og þetta frumvarp miðar að.“

Sjá samþykkt Hrollaugs í heild.pdf

 

Deila: