FleXicut Marine fer um borð í nýjan togara HB Granda

Deila:

HB Grandi hefur undirritað samning við Marel um kaup á FleXicut kerfi og pökkunarflokkara til notkunar um borð í nýjum frystitogara félagsins. Marel hefur selt á fjórða tug FleXicut vatnsskurðarvéla síðan þetta tímamóta tæki var fyrst kynnt á markað árið 2014 og er þetta fimmta vélin sem fer um borð í togara.

FlexiCut kerfið verður notað til að vinna beinlaus flök um borð og gerir HB Granda  kleift að auka verðmæti afurða sem unnin eru á sjó.

FleXicut Marine mun greina hvert flak með röntgentækni til meta þyngd og staðsetningu beingarðs auk þess að skera hann úr flakinu með vatnsskurði. Jafnframt hlutar hún flakið eftir óskum með tveimur hefðbundnum skurðarhnífum.

Með tilkomu kerfisins er mögulegt að vinna beinlaus ýsu-, þorsk- og ufsaflök, með og án roðs um borð, auk þess að skera flökin í bita á ýmsa vegu og dreifa afurðunum með FleXisort. FleXisort dreifikerfið fjarlægir beingarð og sporða úr afurðastraumnum yfir á önnur færibönd, en sendir flök og bita inn á pökkunarflokkara. Settir verða upp tveir pökkunarflokkarar til þess að hægt sé að pakka tvenns lags afurðum samtímis, t.d. bakflökum og hnökkum.

FleXicut eykur nýtingu og bætir meðhöndlun hráefnisins auk þess að minnka þörf fyrir vinnuafl. Nú þegar önnur kynslóð vatnsskurðarvélarinnar er komin á markað eykst árangurinn stöðugt með aukinni virkni og enn meiri tengi möguleikum við aðra hluta vinnslukerfisins. Enn betra flæði í gegnum vinnsluna og aukinn stöðugleiki hafa stuðlað að vaxandi áhuga á FleXicut kerfinu innan iðnaðarins.

„Það er okkur sönn ánægja að skapa ný viðmið varðandi flakavinnslu um borð í samvinnu við HB Granda,“ segir Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri Marel Fish
Spænska skipasmíðastöðin Astilleros Armon Gijon, S.A. sér um smíði nýja frystitogarans og mun uppsetning Marel búnaðarins fara fram í þriðja árshluta 2018.

Á myndinni eru Óskar Óskarsson, sölustjóri, Marel; Jón Birgir Gunnarsson, markaðs- og sölustjóri, Skaginn 3X; Björgvin Vilbergsson, söluhönnuður, Marel

 

Deila: