Margfaldur fagnaðarfundur
Gestkvæmt var um borð í Breka VE í Vestmannahöfn og margfaldur fagnaðarfundur. Fjölskyldur áhafnarinnar, Vinnslustöðvarfólk og fjöldi annarra Eyjamanna fögnuðu um helgina heimkomu áhafnar og glæsilegs skips eftir 45 daga siglingu frá Kína. Frá þessu er sagt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, en þar er að finna fjölda mynda frá móttöku skipsins.
Breki kom á heimaslóðir við Eyjar íá föstudagskvöld, lónaði þar um nóttina, var tollafgreiddur í morgunsárið og sigldi svo til hafnar á tólfta tímanum í. Skipsflautan gall aftur og aftur og Eyjamenn svöruðu með skipsflautum í höfninni og bílflautum á hafnarbakkanum.
Fjöldi fólks beið komu skipsins, stemningin var mikil og áþreifanleg og spenningur eftir því að fara um borð og skoða sig um frá brú niður í vélarrúm. Veitingar voru á millidekkinu.
Magnús Ríkarðsson skipstjóri stóð sig með stakri prýði í gestgjafahlutverki í brúnni. Hann var óþreytandi að kynna og útskýra hvort sem áttu í hlut krakkar sem litu á myndir á tölvuskjám sem tölvuleiki eða þrautreyndir skipstjórnendur sem vildu kafa djúpt í tækni og möguleika tækja og tóla.
Skipstjórinn fór fögrum orðum um skipið. Það fór vel í sjó og áhöfnin var svo heppinn að lenda í brælu á síðustu sólarhringum heimferðar. Á það reyndi líka við slíkar aðstæður.
Öllu fleiri en Eyjamenn fylgdust spenntir með Breka á 11.700 sjómílna heimsiglingu frá Kína. Skrif á Fésbók og á VSV-vefnum rötuðu í helstu fjölmiðla landsins, bæði útvarpsstöðvar og dagblöð. Breki hefur með öðrum orðum verið umtalaðasta skip íslenska flotans undanfarnar vikur en sigldi samt í fyrsta sinn inn í íslenska lögsögu síðastliðið föstdagskvöld!
Gera má ráð fyrir að Breki VE í lok júní. Fyrst þarf að koma fyrir búnaði á vinnsludekki, tækjum sem smíðuð eru annars vegar hjá Vélaverkstæðinu Þór í Vestmannaeyjum og hins vegar 3X stáli á Ísafirði.