Sigurjón ráðinn til Loðnuvinnslunnar

Deila:

Sigurjón Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Loðnuvinnslunni sem verkstjóri í frystihúsinu og mun hann hefja störf í lok maí. Hann hefur víðtæka reynslu í sjávarútvegi og starfað sem vinnslustjóri hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Sigurjón Loðnuvinnslan

Má þar nefna Jón Erlingsson ehf, Pólarsíld hf og Valbjörn ehf.
Síðustu ár hefur hann starfað hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli sem flugöryggisvörður.
Sigurjón er fæddur árið 1957, giftur og eiga þau hjónin sjö uppkomin börn.

Deila: