Rekstur Arnarlax undir væntingum
Kaldur sjór og ófyrirséðar aðstæður eru sagðar meðal ástæðna þess að rekstur Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis Íslands, hefur verið undir væntingum á þessu ári, samkvæmt frétt á visir.is.
Í ársfjórðungsskýrslu fyrirtækins, sem birt var í dag, segir að Arnarlax hafi „mátt þola óvenjulega háa dánartíðni“ í kvíum sínum, sem rekja má til „gríðarlega lágs hitastigs“ sjávar í kringum Íslands. Þá hafi einnig umtalsvert magn fiska drepist þegar reynt var að flytja þá úr fiskeldiskví sem skemmst hafði í óveðri fyrr á þessu ári.
Þetta hafi leitt til þess að EBIT (rekstrarhagnaður fyrir skatta og gjöld) Arnarlax á fyrsta ársfjórðungi ársins hafi verið neikvætt um rúmlega 513 milljónir króna. Það nemur um 200 króna tapi á hvert framleitt kíló. Á sama tímabili í fyrra tapaði fyrirtækið um 489 milljónum króna.
Arnarlax framleiddi um 2600 tonn af laxi á fyrsta ársfjórðingi ársins, samanborið við 2000 tonn af laxi á sama tíma í fyrra. Heildartekjur félagsins lækkuðu á milli ára, samaborið við sama tímabil í fyrra, um rúmlega 80 milljónir króna.
Þá hefur Arnarlax einnig lækkað framleiðsluspá sína fyrir árið úr 10 þúsund framleiddum tonnum niður í um 8 þúsund tonn.