Svipað af síld, minna af kolmunna
Lokið rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Magnúsar Heinasonar á slóðinni við Færeyjar fyrir norsk-íslensku síldina og kolmunna. Svipað magn fannst af síldinni en heldur minna af kolmunna. Þess ber þó að geta, rannsóknasvæði var ekki það sama og í fyrra og samanburður milli ára því erfiður.
Mest af síldinni stóð dreift norðan við Færeyjar, en minna var að sjá til suðurs að Íslandshryggnum og að landgrunni Færeyja og sömu leiðist til austur að landhelgislínu Færeyja. Eins og áður er mest um stóra og gamla síld á þessum slóðum, en einnig varð nokkuð vart við fimm ára síld á norðurhluta rannsóknasvæðisins
Kolmunna var að finna upp af færeyska landgrunninu og í átt að Íslandshryggnum svo og austan við 3. gráðu. Útbreiðslan er nokkuð breytt frá síðustu 3-4 árum, þegar kolmunna varð vart á næstum öllu færeyska rannsóknasvæðinu.
Rannsóknirnar eru hluti alþjóðlegra rannsókna undir hatti Alþjóða hafrannsóknaráðsins og eru þátttakendur auk Færeyja, Ísland. Noregur, Danmörk og Rússland. Leiðangrar hinna landanna standa enn yfir. Þegar upplýsingar um norsk-íslensku síldina liggja fyrir verða þær yfirfarnar og kynntar um miðjan júní.