Akraberg með fullfermi af rækju

Deila:

Frystitogarinn Akraberg úr Fuglafirði í Færeyjum er nú lagður af stað til heimahafar með fulla lest. Akrabergið hefur verið á rækjuveiðum innan lögsögu Rússa í Barentshafi og hafa veiðarnar gengið vel.

„Við erum lagðir af stað heim með fulla lest, 750 tonn, segir skipstjórinn, Erland Olsen, í samtali á vefsíðunni fiskur.fo Rækjan er fryst í um 20 kílóa blokkum um borð og hafa þeir verið 23 daga að veiðum. Heimsiglingin tekur um 6 daga og reiknar skipstjórinn með mótvindi þegar komið verður að Norður-Noregi.

Akraberg er í eigu Framherja í Færeyjum, sem er að hluta til í eigu Samherja.

 

Deila: