Nýr hafnarbakki tekinn í notkun

Deila:

Nýr hafnarbakki við Norðurgarð var tekinn í notkun þann 29. maí 2018, þegar togarinn Akurey AK 10 frá HB Granda lagðist að bryggju. Bakkinn er 120 m. langur stálbakki með steyptri þekju og dýpið er -7.2 m.  Í steyptri þekju er snjóbræðslulögn sem nýtir affallsvatn frá fiskvinnslu HB Granda.

Fyrir utan hefðbundnar lagnir eins og rafmagn og kalt vatn var lagt heitt vatn til að kynda skipin í landlegum.
Öll vinna vegna uppskipunar hjá HB Granda verður mun auðveldari með þessum nýja hafnabakka. Þar á bæ eru menn kampakátir.

Í framhaldi verður unnið að endurnýjun á lýsingu við hafnarbakkanum. Gert er ráð fyrir að því verki ljúki fyrir haustið.

 

Deila: