Þrír bátar yfir 10 tonn

Deila:

Alls náði 41 strandveiðibátur 12 veiðidögum í maí.  Þrír bátar voru með afla yfir 10 tonn, Birta SU og Lundey ÞH á svæði C og Grímur AK á svæði A sem jafnframt er aflahæstur þeirra 418 báta sem stunduðu veiðar í maí samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Strandveiðibátar í maí 2018 10 aflahæstu

Afli í maí endaði í 1.905 tonnum sem er 189 tonnum minna en í fyrra.  Meðaltal á hvern bát er hins vegar hærra 4.561 kg nú á móti 4.448 kg.  Meðaltal á hvern bát var 647 kg en var 596 kg í maí í fyrra.

Strandveiðar yfirlit maí 2018

 

Deila: