Lög um veiðigjöld óbreytt til áramóta

Deila:

Samkomulag um hvernig ljúka skuli þingstörfum náðist seint í gærkvöldi milli meirihlutans og minnihlutans á Alþingi. Frumvarp til breytinga á veiðigjöldum, sem lagt var fram fyrir skömmu, var sett í salt og verður þráðurinn tekinn upp að nýju í haust. Lögin verða óbreytt til áramóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að gagnrýni stjórnarandstöðunnar síðustu daga sé réttmæt, veiðigjaldafrumvarpið hafi komið of seint fram.

Forsætisráðherra segir að gagnrýni stjórnarandstöðunnar síðustu daga sé réttmæt, veiðigjaldafrumvarpið hafi komið of seint fram. „Stjórnarandstaðan andmælti því að þetta frumvarp kæmi svona seint fram og töldu að það þyrfti meiri tíma til að ræða þær breytingar. Það var okkar niðurstaðan að þetta væri réttmæt gagnrýni. Ég lagði því til að við myndum halda þessu óbreyttu til áramóta, að við myndum taka þessa umræðu næsta haust. Hins vegar gerði ég það að skilyrði að við myndum ná saman um að þinghaldi gæti lokið á næstu dögum eins og ætlunin var í starfsáætlun og það náðist í gær,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Morgunvaktinni á Rás1 í morgun.

 

Deila: