Beitir með mest af kolmunna
Tæplega 216.000 tonnum af kolmunna hefur nú verið landað hér á vertíðinni sem hófst fyrr á árinu. Kvótinn er alls ríflega 314.000 tonn, svo tæp 100.000 tonn eru enn óveidd. Kolmunninn fer allur til vinnslu á fiskimjöli og lýsi
Alls hafa 10 skip landað afla og eru það öll skipin nema eitt sem eru með heimildir til veiðanna.
Aflahæsta skipið nú samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er Beitir NK með 20.783 tonn. Næstu skip eru Víkingur AK með 18.745 tonn og Bjarni Ólafsson AK með 17.319 tonn.