Skemmtiferðaskip til Þorlákshafnar

Deila:

 

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Þorlákshafnar á tólfta tímanum í dag. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið sem þangað kemur, en mikið hefur verið unnið í því að fá slík skip til bæjarins.

Um borð eru um 200 farþegar og um 100 manns í áhöfn. Flestir farþegar fara í ferð en einhverjir verða kyrrir í bænum og áhöfnin fer ekkert.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: