Methagnaður hjá flota ESB

Deila:

Útgerðir skipa Evrópusambandsins á miðunum á Atlantshafi, Norðursjó og Eystrasalti skila nú methagnaði í kjölfar uppbyggingar helstu fiskistofna. Þar á meðal eru veiðar á þorski og lýsingi í Norðursjó samkvæmt skýrslu EUMOFA, sem er stofnun sem fylgist með afkomu í veiðum og fiskeldi innan sambandsins.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur floti Evrópusambandsins aukið hagnað sinn um 60% og er hann nú um 100 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt því eru fiskveiðar einn af gróskumestu atvinnuvegum innan ESB

Samkvæmt skýrslunni eru nú sjálfbærar veiðar stundaðar úr 53 fiskistofnum af 76, sem upplýsingar liggja fyrir um. Árið 2009 voru sjálfbærar veiðar úr 44 fiskistofnum. Þá skila sjálfbærar veiðar nú 97% alls afla, sem berst á land.

Í skýrslunni kemur ennfremur fram að neysla á fiskafurðum, bæði úr veiðum og eldi hafi aukist, hvort sem mælt er í magni eða verðmæti.

Þjóðverjar eru þar fremstir í flokki með 7% neysluaukningu og 10% vöxt í verðmæti á síðasta ári. Svíþjóð kemur næst, en þó Frakkland sé stærsti markaðurinn fyrir fiskafurðir hefur neysla þar dregist saman og hefur gert frá árin 2011.

Fiskneysla á Bretlandseyjum féll um 2% í magni og 1% í verðmæti á síðasta ári. Samtals borðuðu Bretar þá 27.748 tonn af fiskafurðum að verðmæti 47 milljarðar króna.

 

 

Deila: