Fundað um Brexit

Deila:

Boðið er til opins morgunfundar í Húsi atvinnulífsins í fyrramálið klukkan 08.30 til 09.00. Fundarefnið er viðskipti við Bretland eftir Brexit.

Frummælendur eru George Eustice, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Bretlands og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi stýrir fundinum.

Að fundinum standa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Verslunarráð Bretlands, Samtök atvinnulífsins og Sendiráð Bretlands á Íslandi.

Deila: