Ofnbakaður þorskur með chili, hvítlauk og ólífuolíu

Deila:

Ef mann vantar góðar uppskriftir til matreiðslu á íslenskum gæðafiski, er gott að fara inn á vefinn fiskurimatinn.is Þessari síðu er haldið úti af Norðanfiski og hráefni í uppskriftirnar, það er fiskinn, má yfirleitt finna í pakkningum frá fyrirtækinu í verslunum Bónus. Því er ráðið að kíkja á síðuna, prenta uppskriftina út og fara með blaðið í búðina og kaupa í matinn fyrir flottan kvöldverð. Uppskriftin er fyrir 4.

Höfundur uppskriftarinnar er Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar. Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.

Innihald:

  • 800 g þorskur
  • 60 ml smjör
  • 60 ml ólífuolía
  • 6 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 1 tsk reykt paprikukrydd
  • ½ tsk chili-flögur
  • Salt og pipar

Aðferð:

Bræðið smjörið og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið hvítlauk, chili, paprikukrydd, salt og pipar saman við ásamt sítrónunni. Hitið varlega þar til laukurinn er eldaður. Hellið yfir fiskinn og bakið í vel heitum ofni við 220°C í u.þ.b. 6 mín. og berið fram.

 

Deila: