Færeyingar funduðu með FAO

Deila:

Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja heimsótti í síðustu viku höfuðstöðvar FAO, landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í Róm. Hann ávarpaði fund sjávarútvegsnefndar FAO þar sem rætt var um sjálfbærni auðlinda hafsins.

Høgni lagði benti á að Færeyingar legðu áherslu á málin á heimsvísu og markmið þeirra væri að auðlindir sjávar væru nýttar á sjálfbæran hátt. Það væri mikilvægt fyrir Færeyjar og því tækju þau þátt í því með öðrum löndum að vinna að því markmiði. Hann nefndi í því sambandi samstarf Færeyja við önnur eyríki um að tryggja sjálfbærar fiskveiðar og fiskeldi.

Á fundinum notaði ráðherrann tækifærið til að ræða við helstu leiðtoga FAO þau José Graziano da Silva, forstjóra, og Maria Helena M.Q. Semedo, aðstoðarforstjóra. Hann fundaði einnig með Árna M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Íslands, sem nú er forstjóri fiskideildar FAO.

Høgni benti á í þessum viðræðum að fyrir Færeyjar sem væru lítil eyþjóð í stóru hafi væri það mikilvægt að eiga gott samstarf með FAO. Sjávarútvegur væri alþjóðlegur atvinnuvegur og með aðild að FAO gætu Færeyingar lagt sitt að mörkum þegar sjálfbærni væri til umræðu. Því myndu Færeyingar styrkja aðild sína að samtökunum.

Høgni og forysta FAO vorum sammála um að auðlindir hafsins skuli nýta á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Það sé frumskilyrði vexti og viðgangi efnahagslífs eyjasamfélaga sem byggja afkomu sína nær eingöngu á sjávarútvegi.

 

Deila: