Auka má endurvinnslu í sjávarútvegi

Deila:

Íslenski sjávarklasinn heimsótti nýverið Íslenska gámafélagið (IGF). Þessir aðilar ræddu meðal annars samstarf um endurvinnslu og hvernig auka mætti áhuga á endurvinnslu í sjávarútvegnum. Nokkrar áhugaverðar fyrirmyndir eru um samstarf í þróun endurvinnslu í sjávarútvegi eins og samstarf HB Granda, Sameyjar og IGF.

„Íslenskur sjávarútvegur á að vera í forystu á heimsvísu á  þessu sviði eins og öðrum. Samstarf þessara aðila getur orðið góð fyrirmynd í þeim efnum,“ segir Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum.

Á myndinni eru auk Þórs, Haukur Björnsson framkvæmdastjóri IGF og Auður Pétursdóttir sölustjóri IGF.

Deila: