Tók 11.000 tonn á fimm vikum með Capto 2304

Deila:

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq er með ýmiskonar veiðarfæri um borð eftir því hver veiðiskapurinn hverju sinni. Skipstjórinn Ggeir Zoega er þó sértaklega ánægður með trollin sem hann er með frá færeysku netagerðinni Voninni, þrátt fyrir að þau hafi ekki komið ný um borð.

Geir Zoega

„Við notuð 2304 trollið fyrir kolmunna, en það var upphaflega sett upp fyrir Börk,“ segir Geir í samtali á heimasíðu Vonarinnar. Þeir notuð trollið 2014 og nú höfum við verið með það í þrjú ár. Mest af kolmunna sínum sækir skipið í lögsögu Færyja á vorin þegar fiskurinn byrjar að dreifa sér og ganga til norðurs. Þá er oft togað upp í 14 tíma í einu, stundum minna ef fiskurinn stendur þéttar og vel veiðist.

Engin vandamál með trollið

„Eitt af því sem mér líkar svo vel við trollið að hversu vel það er gert. Við höfum ekki átt í neinum erfileiðum með það. Aðeins lent í lítilháttar viðgerðum, Annars fer trollið í yfirhalningu hjá Voninni milli vertíða til viðhalds og við höfum þurft að láta skipa um undirbyrði á því einu sinni.“

Hann sagði síðastliðinn vetur hafi Polar Amaroq gengið vel á loðnunni til að byrja með. Fyrst á trolli og síðan með nót. Þá tók skipið þátt í loðnuleiðöngrum í upphafi ársins

Síðan loðnuvertíðinni lauk og Polar Amaroq skipti yfir á 2304 trollið varð kolmunnar aflinn 11.000 tonn á fimm vikum. Við löndum kolmunnanum í Skagen svo við vorum jafnmikill tíma á keyrslu og á veiðum segir Geir. Hann reiknað að tekin hafi verið á bilinu 70.000 til 80.000 tonn samtals í trollið síðan Börkur og síðan Polar Amaroq byrjuðu að nota það.

Gengið glimrandi með  1728 síldartroll

Polar Araroq er líka með annað troll frá Voninni, 1728 síldartroll. Það var upphaflega notað af Polar Pincess við tvílembingsveiðar á síld. Geir hefur hins vegar notað það einn við síldveiðar innan lögsögu Færeyja.

„Þetta er smærra troll en með lengri belg og ég er mjög sáttur við það. Ég er ekki viss um hvers vegna það virkar eins og það gerir, en færeyskir netagerðarmenn vita nákvæmlega hvernig troll þarf við færeyskar aðstæður. Trollið virkar einstaklega vel og algjörlega hægt að stóla á það. Ég hef engu breytt, aðeins látið yfirfara það og skipt yfir í síldarundirbyrði,“ Hann segir að bæði Polar Princess og Polar Amaroq hafi gert það mjög gott með trollið, en hann notar það til veiða á síld og sem varatroll fyrir makríl.

Ánægður með Capto

Bæði trollin eru gerð úr sama efninu, Capto, sem hefur verið þróað af netagerðinni. Geir segir að sér líki einnig vel að nota hið gamla super-12 efni sem notað var áður en Capto kom til sögunnar.

„Capto er einstaklega gott efni og ég er ánægðu með það. Það er auðvelt kasta trollinu, þar fer beint af tromlunni og upp á hana aftur, þegar híft er,“ segir Geir.

 

 

Deila: