Makrílvinnsla hafin í Neskaupstað

Deila:

Vinnsla á makríl hófst í fiskiðjuverinu í gærmorgun þegar Beitir NK kom inn til löndunar. Beitir hóf veiðar vestur af Vestmannaeyjum en endaði veiðiferðina austur á Papagrunni. Samkvæmt Árna Frey verkstjóra í fiskiðjuverinu gengur þokkalega að snúa verksmiðjunni í gang og að makríllinn liti vel út. Starfsmenn séu mjög glaðir með að vertíðin sé hafin.

Á eftir Beiti kemur Börkur NK inn til löndunar. Eftir að vinnslu á afla Barkar líkur verður gefið frí um verslunarmannahelgi svo starfsmenn geti tekið þátt í glæsilegum viðburðum Neistaflugs.

Starfsmönnum Síldarvinnslunnar býðst að kaupa niðurgreidd armbönd á alla viðburði helgarinnar og hvetur önnur fyrirtæki í Fjarðabyggð að bjóða upp á slíkt hið sama.

Ljósm: Smári Geirsson

 

 

Deila: