Þorskurinn skilar sínu

Deila:

Alls jókst útflutningsverðmæti þorsks um 10,7 milljarða króna eða um tæplega 20% á fyrri hluta þessa árs. Útflutningur að magni til jókst um 15,9%. Útflutningsverðmæti ýsu, loðnu, grálúðu og krafa jókst á bilinu 1,3 til 1,6 milljarða króna en mest var aukningin í karfa samkvæmt samtekt Hagsjár Landsbanka Íslands.

Aukið útflutningsverðmæti verður þó einnig skýrt almennt séð með veikari krónu en meðalgengi krónunnar reyndist vera 1,7% hærra á fyrri hluta ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 115,3 milljarða króna á fyrri hluta ársins og jókst um 22,4 milljarða milli ára.

Aukinn útflutning sjávarafurða má skýra að miklu leyti með auknu útflutningsverðmæti þorsks. Það verður aftur skýrt að mestu leyti með auknu magni útflutnings vegna meiri veiða en veiðar á fyrri hluta síðasta árs liðu að miklu leyti fyrir sjómannaverkfall sem stóð yfir fyrstu tvo mánuði ársins.

Deila: