245.000 tonn af kolmunna veidd

Deila:

Kolmunnaafli íslenskra fiskiskipa er nú orðinn um 245.000 tonn. Í flestum tilfellum hefur verið gert hlé á kolmunnaveiðunum og eru uppsjávarveiðiskipin á makríl um þessar mundir. Leyfilegur heildarafli af kolmunna á árinu er ríflega 314.000 tonn. Óveidd eru því tæplega 70.000 tonn og gera má ráð fyrir að þau náist í haust eftir að makrílvertíð lýkur.

19 skip hafa landað kolmunna á árinu samkvæmt aflastöðulista Fiskist0fu. Fjögur skip hafa landað meiru en 20.000 tonnum. Aflahæsta skipið er Beitir NK með 24.110 tonn, þá kemur Bjarni Ólafsson AK með 23.674 tonn. Næstur er Venus NS með 21.350 tonn og loks Börkur NK með 21.338 tonn.

Deila: