Meiri afli en minni verðmæti

Deila:

Árið 2017 var afli íslenskra skipa tæplega 1.177 þúsund tonn, 109 þúsund tonnum meiri en árið 2016. Aflaverðmæti fyrstu sölu var um 110 milljarðar króna og dróst saman um 17,3% frá fyrra ári samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.

Alls veiddust tæplega 426 þúsund tonn af botnfiski árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum minna en árið 2016. Aflaverðmæti botnfiskafla nam rúmum 76 milljörðum króna árið 2017 og dróst saman um 17,7% frá fyrra ári.

Líkt og fyrri ár veiddist mest magn af uppsjávartegundum, en af þeim veiddust rúmlega 718 þúsund tonn árið 2017 sem er aukning um 143 þúsund tonn miðað við árið 2016. Munar þar mestu um ríflega 89 þúsund tonna aukningu í loðnuafla og 42 þúsund tonna aukningu á kolmunna. Verðmæti uppsjávarfisks árið 2017 nam tæpum 23,8 milljörðum króna og dróst saman um 14,6% frá árinu 2016 þegar aflaverðmætið nam tæpum 28 milljörðum króna.

Tæp 22 þúsund tonn af flatfiski veiddust árið 2017 sem er 8,4% samdráttur frá fyrra ári. Verðmæti flatfiskafurða nam tæpum 7,5 milljarði króna og dróst saman um 17,3% miðað við 2016. Af skel- og krabbadýrum veiddust 10,6 þúsund tonn sem er 15,5% samdráttur frá árinu 2016. Verðmæti skel- og krabbadýraafurða dróst einnig saman og nam rúmum 2,4 milljörðum króna samanborið við tæpa 3,5 milljarða árið 2016.

Heildarafli ísenskra fiskiskipa

 

Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2016-2017 
  Aflamagn, tonn Aflaverðmæti, þúsundir króna
  2016 2017 Mismunur Mism. % 2016 2017 Mismunur Mism. %
                 
Samtals   1.067.357 1.176.540 109.183 10,2 133.021 109.953 -23.068 -17,3
                 
Botnfiskur   456.008 425.898 -30.110 -6,6 92.649 76.244 -16.405 -17,7
Þorskur 264.154 249.995 -14.159 -5,4 58.002 48.717 -9.285 -16,0
Ýsa 38.470 36.111 -2.359 -6,1 9.279 7.948 -1.330 -14,3
Ufsi 49.615 49.364 -251 -0,5 8.477 6.428 -2.048 -24,2
Karfi 63.534 58.516 -5.018 -7,9 11.122 8.837 -2.285 -20,5
Úthafskarfi 2.830 2.002 -828 -29,3 597 333 -264 -44,2
                 
Flatfiskafli   23.931 21.915 -2.016 -8,4 9.060 7.492 -1.568 -17,3
Grálúða 12.727 11.933 -794 -6,2 6.810 5.637 -1.173 -17,2
Skarkoli 7.446 6.692 -754 -10,1 1.325 1.102 -223 -16,8
                 
Uppsjávarafli   574.910 718.158 143.248 24,9 27.837 23.778 -4.060 -14,6
Síld 67.490 46.317 -21.173 -31,4 3.759 1.593 -2.166 -57,6
Norsk-íslensk síld 49.855 80.481 30.626 61,4 2.825 2.872 47 1,7
Loðna 90.254 179.573 89.319 99,0 2.709 3.597 888 32,8
Loðnuhrogn 10.527 17.261 6.734 64,0 2.239 3.113 873 39,0
Kolmunni 186.921 228.935 42.014 22,5 5.409 4.078 -1.331 -24,6
Makríll 169.860 165.591 -4.269 -2,5 10.897 8.525 -2.371 -21,8
                 
Skel- og krabbaafli  12.506 10.568 -1.938 -15,5 3.474 2.439 -1.035 -29,8
Humar 1.397 1.194 -203 -14,5 890 834 -56 -6,3
Rækja 6.492 4.566 -1.926 -29,7 2.193 1.231 -962 -43,9
                 
Annar afli   0 0 0 0 0 0 0

 

Deila: