Meira en helmingur humarkvótans óveiddur

Deila:

Humarveiðar ganga enn illa. Nú þegar hálfur mánuður er eftir af kvótaárinu, er aflinn aðeins 225.404 tonn miðað við slitinn humar. Það þýðir að meira en helmingur alls humarkvótans er enn óveiddur, eða 243 tonn. Leyfilegur heildarafli eftir tilfærslur frá síðasta fiskveiðiári er 467 tonn.

Aðeins níu bátar hafa landað humri á þessu fiskveiðiári og hefur bátum á humarveiðum fækkað jafnt og þétt undanfarin ár vegna minnkandi veiði, sem stafar af mjög slakri nýliðun í stofninum.

Bátarnir sem landað hafa humri í ár eru samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu Jón á Hofi ÁR með 41 tonn, Þinganes ÁR með 37 tonn, Skinney SF með 36,8 tonn, Þórir SF með 31,6 tonn, Drangavík VE með 27,6 tonn, Fróði II ÁR með 22,7 tonn, Brynjólfur VE með 21 tonn, Sigurður Ólafsson SF með 6,5 tonn og Maggý VE með 1,2 tonn

Deila: