Þróunarkvótum úthlutað í Færeyjum

Deila:

Sjávarútvegsráðuneytið í Færeyjum hefur úthlutað svokölluðum þróunarkvótum í makríl, kolmunna og síld. Úthlutuninni er ætlað að efla þróun í vinnslu þessara fisktegunda. Fyrirtækin sem fengu úthlutun verða að nýta þær heimildir sjálf, framsal þeirra er óheimilt.

Úthlutað var um 41.900 tonnum af kolmunna, 8.750 tonnum af makríl og 7.500 tonnum af norsk-íslenskri síld. Úthlutunin er ýmist til eins, tveggja eða fjögurra ára.

Deila: