92% leyfilegs strandveiðiafla komin á land

Deila:

Afli strandveiðibáta var eftir síðustu viku orðinn 9.399 tonn. Það er 325 tonnum minna en á sama tíma í fyrra og 92,2% af leyfilegum heildarafli í þorski, sem er 10.200 tonn. Fjórir dagar eru eftir af veiðitímabilinu og tæplega 800 tonn óveidd.
Aflinn gæti farið nálægt hámarki og að minnsta kosti orðið meiri en í fyrra. Munurinn nú og þá, er sá að enn geta allir bátar stundað veiðarnar þessa fjóra daga sem eftir eru, en í fyrra hafði þremur veiðisvæðum af fjórum verið lokað á þessum tíma.

Afli á bát er nú að meðaltali 17,2 tonn, sem er 800 kílóum meira en í fyrra. 397 bátar hafa róið í sumar en í fyrra voru bátarnir 437. Fjöldi veiðidaga nú er 14.267 sem er töluvert færri en í fyrra og valda þar mestu slæmar gæftir í sumar.

Deila: