Óðinn aðstoðaði bát í vanda

Deila:

Áhöfn varðbátsins Óðins var kölluð út á áttunda tímanum í gærmorgun vegna báts sem varð olíulaus úti fyrir Akranesi. Óðinn lagði af stað með olíu til bátsins frá Reykjavík skömmu síðar. Þegar bátsverjar á Óðni voru komnir á staðinn kom í ljós að stýrisbúnaður bátsins væri laskaður.

Í kjölfarið  var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ásgrímur S. Björnsson, sent á vettvang til að taka bátinn í tog en vegna aðstæðna reyndist það ekki hægt. Áhafnir Óðins og Ásgríms S. Björnssonar fylgdu bátnum til hafnar á Akranesi en þangað var komið klukkan 17:30. Að sögn þeirra sem að aðgerðinni komu versnaði sjólag og veður til muna eftir því sem leið á daginn en verkefnið tók um tíu klukkustundir.

Deila: