Skemmtilegt og krefjandi
Mann vikunnar á Kvótanum finnum við að þessu sinni í Grindavík, Jónu Rúnu Erlingsdóttur. Hún er gæðastjóri í saltfiskvinnslu Vísis hf. og hefur unnið í fiski frá 16 ára aldri. Nú er að hefjast nýtt fiskveiðiár og sumarleyfum í sjávarútveginum lokið. Því hefjast veiðar af fullum krafti og í kjölfarið verður nóg að gera í vinnslunni hjá Jónu Rúnu og samstarfsfólki hennar.
Nafn
Jóna Rúna Erlingsdóttir
Hvaðan ertu?
Grindavík.
Fjölskylduhagir:
Unnusti Jón Björn Lárusson og eigum saman 4 syni.
Hvar starfar þú núna?
Gæðastjóri í saltfiskvinnslu Vísis hf.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Árið 2001 þá 16 ára gömul.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Ætli það sé ekki fjölbreytileikinn í starfi, það er bæði skemmtilegt og krefjandi. Og svo auðvitað samstarfsfélagarnir.
En það erfiðasta?
Ætli það sé ekki samstarfsfélagarnir líka hehe!
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Kemur ekkert eitt upp í hugann.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Það eru margar eftirminnilegar konur sem ég hef unnið með í gegnum árin og allar áttu þær það sameiginlegt að vera hörku naglar. En ef ég nefni einn að þá er það hann BJÖRN.
Hver eru áhugamál þín?
Fjölskyldan , líkamsrækt, ferðast og söngur.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Kjötsúpa.
Hvert færir þú í draumafríið?
Til Ítalíu með fjölskylduna.