Fiskeldi getur orðið ein af burðarstoðunum

Deila:

„Fisk­eldi get­ur orðið ein af burðarstoðum at­vinnu­lífs­ins í Fjarðabyggð og mik­il­vægt að stjórn­völd skapi heil­brigt og hvetj­andi um­hverfi til upp­bygg­ing­ar í grein­inni. Öflugt at­vinnu­líf er for­senda fram­fara og und­ir­staða vel­ferðar­kerf­is­ins.“

Þetta kemur fram í ályktun fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð. – Hér á eftir fer ályktunin í heild sinni:

Full­trúaráð Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Fjarðabyggð lýs­ir yfir undr­un sinni á að ekki hafi feng­ist heim­ild­ir fyr­ir auknu lax­eldi í Reyðarf­irði eins og burðarþols­mat seg­ir til um og unnið hef­ur verið að á und­an­förn­um árum. Fyr­ir­huguð 10.000 tonna viðbótar­fram­leiðsla á laxi í Reyðarf­irði sem ætti að taka und­ir eðli­leg­um kring­um­stæðum um það bil tvö ár hef­ur verið til meðferðar í stjórn­sýsl­unni frá ár­inu 2012. Ástæður taf­anna verða ekki rakt­ar til fram­kvæmd­araðila held­ur sí­breyti­legs reglu­verks, aft­ur­virkni og yfi­r­álags á stofn­un­um rík­is­ins.

Það er óá­sætt­an­legt að fyr­ir­tækj­um sem vilja fjár­festa í at­vinnu­upp­bygg­ingu sé haldið í spennitreyju stjórn­kerf­is­ins. Fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir hafa ít­rekað verið sett­ar í upp­nám og nú síðast á afar ómál­efna­leg­um sjón­ar­miðum þar sem þekkt haf­beitará er skil­greind rang­lega sem laxveiðiá þrátt fyr­ir að ritaðar heim­ild­ir hundruð ára aft­ur í tím­ann sýni með ber­um hætti að eng­an laxa­stofn hef­ur nokkru sinni verið að finna í ánni.

Fisk­eldi get­ur orðið ein af burðarstoðum at­vinnu­lífs­ins í Fjarðabyggð og mik­il­vægt að stjórn­völd skapi heil­brigt og hvetj­andi um­hverfi til upp­bygg­ing­ar í grein­inni. Öflugt at­vinnu­líf er for­senda fram­fara og und­ir­staða vel­ferðar­kerf­is­ins. All­ar at­vinnu­grein­ar þurfa starfs­um­hverfi sem er skýrt og stöðugt til langs tíma. Mik­il­vægt er að ein­falda op­in­bert eft­ir­lit og tryggja að það hamli ekki framþróun.

Full­trúaráð Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Fjarðabyggð skor­ar á Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að höggva á þann hnút sem um­sókn­ar­ferlið er í inn­an ís­lenska stjórn­kerf­is­ins.

Deila: