Fiskafli í ágúst minni en í fyrra

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í ágúst var tæp 105 þúsund tonn eða 13% minni en í ágúst 2017. Botnfiskafli var rúm 37 þúsund tonn eða um 2 þúsund tonnum minni en í ágúst 2017. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 18 þúsund tonn sem er 18% minna en í ágúst 2017. Uppsjávarafli nam tæpum 62 þúsund tonnum og dróst saman um 19%. Af uppsjávarartegundum veiddist mest af markríl eða rúm 54 þúsund tonn. Skel- og krabbadýraafli var 2.156 tonn samanborið við 1.274 tonn í ágúst 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá september 2017 til ágúst 2018 var rúmlega 1.389 þúsund tonn sem er 5% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í ágúst metið á föstu verðlagi var 5% minna en í ágúst 2017.

Fiskafli
  Ágúst September-ágúst
  2017 2018 % 2016‒2017 2017‒2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 109 104 -5
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 120.001 104.566 -13 1.459.958 1.389.484 -5
Botnfiskafli 39.325 37.210 -5 452.310 516.241 14
  Þorskur 21.470 17.684 -18 266.211 299.026 12
  Ýsa 3.077 4.459 45 38.666 46.662 21
  Ufsi 5.805 6.765 17 50.467 64.849 28
  Karfi 7.194 6.408 -11 62.495 69.685 12
  Annar botnfiskafli 1.779 1.894 6 34.470 36.019 4
Flatfiskafli 2.980 3.352 12 24.580 29.726 21
Uppsjávarafli 76.423 61.849 -19 752.370 829.937 10
  Síld 13.366 6.088 -54 124.737 130.485 5
  Loðna 0 0 0 196.832 186.333 -5
  Kolmunni 890 1.537 73 208.402 298.196 43
  Makríll 62.167 54.224 -13 222.393 214.923 -3
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 6 0 -99
Skel-og krabbadýraafli 1.274 2.156 69 11.056 13.570 23
Annar afli 0 0 0 46 9 -79

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: