Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Deila:

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst nokkuð saman á fyrstu sjö mánuðum ársins. Samdráttur í verðmæti er 13%, en 4% í magni. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn í uppsjávarfiski, 40% miðað við verðmæti og 18% í laxi.

Heildarverðmæti útflutnings sjávarafurða umrætt tímabil nam 71,4 milljörðum íslenskra króna og dróst saman um 11 milljarða. Verðmæti botnfiskafurða, þorsks, ýsu og ufsa var 13,3 og jókst um 7%. Í uppsjávarfiskinum féll verðmætið verulega eða um 40% og var aðeins ríflega 8 milljarðar íslenskra króna. Verðmæti útfluttra laxaafurða var 33,3 milljarðar króna og féll um 18%.

Þegar litið er á magnið, fóru utan samtals 257.806 tonn, sem er samdráttur um 4% frá sama tíma í fyrra. Af uppsjávarfiski fóru utan 90.775 tonn. Það er samdráttur um 16.333 tonn eða 15%. Útflutningur á eldislaxi nam 33.358 tonnum og dróst hann saman um 4.904 tonn eða 13%. Þá voru flutt utan 25.218 tonn af botnfiski, sem er nánast sama magn og í fyrra.

 

Deila: