Margt til umræðu á aðalfundum félaga smábátaeigenda

Deila:

Aðalfundir svæðisfélaga LS standa nú sem hæst.  Félagsmenn eru hér með minntir á fundina og hvattir til að taka þátt í þeim.  Mörg mál brenna á smábátaeigendum eins og komið hefur í ljós á fundum Smábátafélags Reykjavíkur og Snæfells sem búnir eru.  Fyrirferðarmest hafa verið:

Veiðigjöld, strandveiðar, krókaaflamarkskerfið, línuívilnun, byggðakvóti og grásleppuveiðar samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Við þau bætast önnur mál m.a. nýútkomin skýrsla starfshóps um faglega heildarendurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði.  Hópurinn hefur skilað ráðherra lokaskýrslu sem inniheldur m.a. tillögur sem smábátaeigendur geta ekki sætt sig við.

Næstu aðalfundir svæðisfélaga LS:

Árborg – þriðjudaginn 18. september á Svarta Sauðnum á Þorlákshöfn.  Fundurinn hefst kl 18:00.

Formaður Árborgar er Stefán Hauksson, Þorlákshöfn.

Sæljón – miðvikudaginn 19. september í Fjöliðjunni á Akranesi.  Fundurinn hefst kl 18:00.

Formaður Sæljóns er Jóhannes Simonsen, Akranesi.

Strandveiðifélagið Krókur – laugardaginn 22. september í Hópinu Tálknafirði.  Fundurinn hefst kl 13:00.

Formaður Króks er Einar Helgason, Patreksfirði

Elding – sunnudaginn 23. september á Hótel Ísafjörður.  Fundurinn hefst kl 14:00.

Formaður Eldingar er Ketill Elíasson, Bolungarvík

Strandir – sunnudaginn 23. september í Slysavarnafélagshúsinu á Hólmavík.  Fundurinn hefst kl 20:00.

Formaður Stranda er Haraldur Ingólfsson, Drangsnesi.

Formaður og framkvæmdastjóri LS mæta á alla fundina

Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Deila: