Lítill fiskur í stórri tjörn
Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn 26. september og ber yfirskriftina Lítill fiskur í stórri tjörn. Farið verður yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2017 og samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum markaði, en um 98% af afla af Íslandsmiðum er seldur þar.
Fundurinn verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu og stendur frá 08.30 til 10.00 en morgunverður er í boði frá klukkan 08.00
Dagskrá sjávarútvegsdagsins er eftirfarandi:
08:30 Opnunarávarp: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
08:50 Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte ehf.
Sjávarútvegsgagnagrunnur Deloitte vegna ársins 2017
09:10 Ásgeir Jónsson, deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands
Framtíðarhlutverk sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi
09:30 Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Eskju hf.
„Skip án stefnu siglir í strand“
09:50 Samantekt Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Fundarstjóri verður Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Arion banka.