Elskar að meta saltfisk

Deila:

Pólverjar eru umtalsverður hluti fólks sem starfa við sjávarútveginn hér á landi og hefur svo verið nokkuð lengi. Erfitt hefur verið að manna öll störf í fiskvinnslunni án aðstoðar útlendinga og er framlag þeirra til íslensks sjávarútvegs mjög mikið og þakkarvert. Því er við hæfi að maður vikunnar sé Piotr Marek Kozuch. Hann er verkstjóri og matsmaður í saltfiski hjá Odda hf. á Patreksfirði.

Nafn?

Piotr Marek Kozuch

Hvaðan ertu?

Ég er frá Póllandi.

Fjölskylduhagir?

Ég er búinn að vera giftur Wiolettu í 20 ár og eigum við tvö börn, son Mateusz sem er 24 ára gamall og dóttir Klaudiu sem er 13 ára gömul.

Hvar starfar þú núna?

Ég er verkstjóri og matsmaður í saltfiski í Odda hf. á Patreksfirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Árið 1998.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Ég elska að meta saltfisk.

En það erfiðasta?

Það hefur ekkert svoleiðis komið fyrir.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Kannski ekki skrýtnasta en það sem kom mér á óvart þegar ég byrjaði hér, var hvað allir voru jákvæðir og tilbúnir til að hjálpa.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Í gegnum tíðina er ég búinn að vinna með fullt af frábæru fólki, en maður sem er mér efst í huga er fyrirverandi framkvæmdastjóri og núverandi stjórnarformaður Odda, hann Sigurður Viggósson.

Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti og það sem ég uppgötvaði hér á Íslandi, þökk fyrir honum Skildi Pálmassyni, fluguveiði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það er margt, en helst bara allir kjötréttir.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég mundi fara til Dóminíkana.

 

 

Deila: