Mikil verðmætasköpun árið 2026

Deila:

Íslendingar öfluðu meira úr sjó á árinu 2017, þrátt fyrir langt verkfall sjómanna, en þeir gerðu á árinu 2016. Á árinu 2017 nam magn útfluttra sjávarafurða um 52% af lönduðum heildarafla, árið áður var sambærilegt hlutfall 54%.

Árið 2016 var að líkindum besta ár íslensk sjávarútvegs ef litið er til verðmætasköpunar í útflutningi fyrir hvert landað kg. Árið 2016 fengust 1,3 XDR útflutningsverðmæti fyrir hvert landað kg. Árið 2017 skilaði útflutningur sjávarafurða 1,13 XDR á hvert kg landaðs afla, lækkun um 13%. Svipaða þróun mátti sjá í 17% lækkun aflaverðmætis í íslenskum krónum milli áranna 2016 og 2017. Við veiddum um fjórðungi meira af uppsjávartegundum árið 2017 en árið 2016, en aflaverðmæti uppsjávartegunda var lægra í íslenskum krónum árið 2017 en 2016. Þorskafli var 5% minni árið 2017 en 2016, aflaverðmæti þorsks dróst saman um 16% milli ára.
Þetta kemur fram í grein eftir Arnljót Bjarka Bergsson, sviðsstjóra hjá Matís. Greinin er birt á heimasíðu stofnunarinnar og má nálgast hana á slóðinni http://www.matis.is/matis/frettir/svipull-er-sjavarafli

 

Deila: