Aflahlutdeild í grásleppu miðist við 3 bestu árin af síðustu 6

Deila:

Starfshópur um breytta skipan grásleppuveiða bendir á að verði ákveðið að breyta veiðistjórn í grásleppu á þann hátt að veiðunum verði stjórnað á grundvelli úthlutaðs aflamarks, verði viðmiðunartími að vera rúmur. Hópurinn leggur því til að hafa viðmiðunartíma að minnsta kosti tvöfaldan miðað við þann viðmiðunartíma, sem miðað er við í núgildandi lögum um fiskveiðar. Þar er viðmiðunartíminn 3 ár.

Þannig er það niðurstaða hópsins, verði aflamarksleiðin farin, að miðað verði við síðustu 6 ár þegar veiðireynsla en metin, en þó þannig að miðað verði við þrjú bestun árin af síðustu sex.

„Að mati starfshópsins tekur þessi aðferð tillit til aðstæðna og að veiðistjórn hefur verið óbreytt í áratugi. Auk þess er bent á að aflabrögð milli svæða geta verið misjöfn á milli ára og að sá mismunur jafnast þá út við 6 ára viðmiðunartímabil.. Sama gildir um áhrif bilana og annarra frátafa sem einstaka bátar hafa lent í. Lagt er til að viðmiðunartímabilið yrði 2013-2018.

Starfshópurinn mælir með að veiðireynsla fylgi leyfum en þeir sem framselt hafa leyfi sín á tímabilinu til annarra aðila myndu þá ekki fá úthlutað aflahlutdeild, enda hægt að líta svo á að þeir hafi hætt að stunda veiðar á grásleppu,“ segir í niðurstöðum starfshópsins.

Í greinargerð hópsins velt upp þeim möguleika að hámarka aflahlutdeild á bát og verði þá miðað við útgerð eins báts. Meðalafli aflahæsta báts undanfarnar sex vertíðir er um 1,2% af heildinni, en slík,t hámark gæti hamlað möguleikum útgerða báta til auka við sig. Því mætti einnig miða við 2% hámarks hlutdeild.

Nú er veiðum á grásleppu með takmörkun á því hverjir geta fengið leyfi til veiðanna, dagafjölda á veiðum, netafjölda og lengd neta. Þá geta bátar sem eru 15 brúttótonn eða stærri ekki fengið grásleppuleyfi. Á hverju ári setur ráðherra reglugerð þar sem nánar er kveðið á um fyrirkomulag veiðanna. Undanfarin ár hefur hverjum báti verið úthlutað 20 veiðidögum í upphafi veiðitímabils og þeim svo fjölgað eftir að ný ráðgjöf liggur fyrir eftir marsrall Hafrannsóknastofnunar. Fjöldi báta sem virkja leyfin getur verið misjafn. Fer það eftir gæftum, verði, veðri og fleiru. Í eftirfarandi töflu úr greinargerð starfshópsins má sjá yfirlit yfir veiðarnar frá árinu 2007:

Grásleppuveiðar frá 2007

 

 

 

 

Deila: