Færeyingar og Skotar ræddu fiskveiðistjórnun

Deila:

Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja átti í gær fund með starfsbróður sínum í Skotlandi, Fergus Ewing. Fundur þeirra var liður í því að styrkja enn frekar samband Bretlands og Færeyja og jafnframt Skota og Færeyinga með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Rætt var um stöðu Skotlands og Færeyja sem nágranna í Norður-Atlantshafi mikilvægi þess að styrkja samvinnu þeirra en frekar. Útganga Breta úr ESB var einnig rædd svo og samningaviðræður strandríka um nýtingu og skiptingu aflaheimilda úr uppsjávarstofnunum makríl, síld og kolmunna.

Hoydal kynnti einnig fiskveiðistjórnun í Færeyjum og mikilvægi aukins vinnsluvirðis sjávarafurða fyrir Færeyinga. „Skoski sjávarútvegsráðherrann lýsti miklum áhuga á gangi mála í Færeyjum og sagði að Skotar væru að ræða leiðir til þess að auka nýliðun í sjávarútvegi landsins,“ segir á frétt á heimasíðu færeyska sjávarútvegsráðuneytisins.

 

Deila: