Flytur erindi um súrnun sjávar

Deila:

Mánudaginn 8. október mun Dr. Carol Turley flytja erindi um það hvernig upptaka sjávar á koldíoxíði er að valda súrnun sjávar og hvaða framtíð blasir við í þeim efnum. Hún hefur unnið fyrir milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) og mun fjalla um áhrif loftslagsbreytinga og súrnunar sjávar út frá þeirri reynslu. Erindið er haldið á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands og Hafrannsóknastofnunar og verður haldið í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4.
Erindið verður flutt á ensku og hefst kl. 12:00 og er öllum opið.

Carol Turley

Dr. Carol Turley starfar hjá Plymouth Marine Laboratories í Englandi. Á ferli sínum hafa rannsóknir hennar spannað vítt svið en áherslan hefur einkum verið á að skilja líf-og jarðefnafræðilega ferla í seti grunnsjávar og djúpsjávar. Síðasta áratuginn hefur hún unnið ötulega að því að brúa bilið á milli vísinda, iðnaðar og stjórnvalda með upplýsingagjöf á ýmsum vettvöngum.

Nánar um Carol Turley

 

Deila: