Ný nýtingaráætlun fyrir síld samþykkt

Deila:

Samningaviðræðum strandríkja sem aðild eiga að veiðum á uppsjávarfiski við Norðaustur-Atlantshaf lauk í gær. Samkomulag náðist um ýmsa þætti en ekki þá mikilvægustu, sem eru skipting heimilda milli strandríkjanna. Viðræðunum verður haldið áfram síðar í þessum mánuði og í byrjun þess næsta.

Viðræður vegna makrílveiða verða teknar upp á ný 24. október í London og gert ráð fyrir að þær standi í þrjá daga. Þá liggur fyrir að ræða um framlengingu og útvíkkun samnings Færeyja, Noregs og ESB um skiptingu veiðiheimilda milli aðildarríkjanna og ákveða leyfilegan heildarafla.

Næsti fundur um veiðar á kolmunna verður haldinn í London í byrjun nóvember. Þar er enn ekkert samkomulag um skiptingu heildaraflans milli strandríkjanna og liggur það því fyrir næsta fundi í byrjun nóvember. Eins og er er samkomulag um að fylgja ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins um 1,143.629 tonna heildarafla.

Strandveiðiþjóðirnar samþykktu í gær nýja nýtingaráætlun til lengri tíma fyrir norsk-íslenska síld. Í framhaldi þess mun Alþjóða hafrannsóknaráðið leggja fram ráðgjöf um heildarafla og aðildarlöndin síðan hefja viðræður um skiptingu hans.

Deila: