Landselur í bráðri hættu

Deila:

Náttúrufræðistofnun Íslands birtir nú í fyrsta sinn válista fyrir íslensk spendýr. Er hann unnin í samvinnu við sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar, þau Gísla Víkingsson (hvalir) og Söndru Granquist (selir).

Hér á landi hafa fundist yfir 50 tegundir land- og sjávarspendýra en við gerð válistans voru aðeins 18 tegundir metnar, enda eru flest spendýrin innflutt, flökkutegundir eða á jaðri útbreiðslu sinnar. Af tegundum sem voru metnar eru fjórar á válista. Ein tegund er útdauð við Ísland (sandlægja), ein er í bráðri hættu (landselur), ein í hættu (útselur) og ein í nokkurri hættu (steypireyður).

Ljósmynd Erling Ólafsson.

Deila: