Annir í frystigeymslunum

Deila:

Annir í frystigeymslunum

Það eru miklar annir hjá starfsmönnum frystigeymsla Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um þessar mundir. Flutningaskipin koma hvert af öðru til að lesta frystar afurðir í Norðfjarðarhöfn og eins fara tugir gáma í hverri viku um borð í skip á Reyðarfirði.

Á þriðjudag var lokið við að skipa 4.500 tonnum af afurðum um borð í skip í Norðfjarðarhöfn og þegar það sigldi út Norðfjörð mætti það næsta skipi sem mun lesta 2.000 tonn.

„Fyrir utan verkefnin sem tengjast útskipunum landa frystiskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA reglulega síld í frystigeymslurnar þessa dagana ásamt því að geymslurnar taka á móti allri framleiðslu fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar,“ segir í frétt frá fyrirtækinu.
Eitt kemur þá annað fer. Flutningaskip sem hafði lestað 4.500 tonn af frystum afurðum sigldi
út Norðfjörð í gær og mætti skipi sem komið var til að lesta 2.000 tonn. Ljósm. Hákon Ernuson

 

 

Deila: