Fullkomin stjórn og stöðlun vinnslunnar

Deila:

„Innova hugbúnaðurinn nýtist Trident til þess að stýra eftirliti frá því að fiskinum er landað, í gegnum grunnvinnsluna, þar til varan er tilbúin og hægt að flytja hana til neytenda,“ segir Jarred Brand, framkvæmdastjóri iðnaðarverkfræði og tækni hjá Trident Seafoods í samtali við heimasíðu Marel.

„Með notkun tæknibúnaðar Innnova fást gögn sem gera okkur kleift að gera nákvæmari viðskiptagreiningar og fylgja vörunni eftir gegnum allt ferlið,“ bætir Jarred við.

Brand segir fyrirtækið hafa unnið með þróunarteymi Marel síðastliðin tíu ár að því að sníða hugbúnaðinn að vinnslunni. „Saman höfum getað leyst allar áskoranir; allt frá því að tryggja rekjanleika, til pökkunar, pöntunarkerfisins og birgðastjórnunar.“

„Einn helsti ávinningur Trident af notkun Innova hefur verið sá að geta nýtt sama verkvang á öllum vinnslustöðvum sínum. Við starfrækjum vinnslustöðvar í fjölmörgum tímabeltum. Síðastliðin tíu ár höfum við getað staðlað alla vinnsluna með notkun þessa sama kerfis. Þetta hefur gert okkur kleift að aðlaga starfsemina eftir þörfum og reka frumvinnslu í fremstu röð,“ segir Brand.

Viðskiptavinir Trident hafa einnig notið ávinnings af þessari stöðlun. Áður fengu þeir vöru í ólíkum umbúðum frá mismunandi vinnslustöðvum Trident, þó að í raun væri um sömu vöru að ræða.

„Við höfum lagt metnað okkar í þetta,“ segir Brand. „Við höfum staðlað merkimiðana þannig að viðskiptavinurinn sér strax að um okkar vöru er að ræða, þótt hún komi frá mörgum mismunandi vinnslum.“

Nadia Viscovich starfar sem gæðaeftirlits- og Innova tæknimaður hjá Trident. Hún lýsir því hvernig Innova Food Processing Software, „hjálpar mér að hafa yfirsýn yfir merkingarnar þannig að ég fylgist með framleiðslu á lista af vörum sem framleiddar eru í senn en ekki hverri einustu vöru sem við framleiðum. Ég nota sniðmát fyrir hverja einustu vöru.“

„Innova virkar þannig að hugbúnaðurinn sækir allar upplýsingar í töflu í gagnagrunni og framleiðir þannig réttan merkimiða fyrir hverja vöru með nákvæmum upplýsingar úr gagnagrunninum. Áður vorum við með 200 mismunandi merkimiða en nú notum við sniðmát, sem er mun auðveldara að halda utan um.“

„Ég get séð um lista yfir 200 vörur og þarf aðeins 10 sniðmát til þess að búa til merkimiða fyrir allar þessar vörur, þökk sé Innova.“

– Nadia Viscovich, gæðaeftirlits- og Innova tæknimaður hjá Trident
„Í gegnum árin hefur Innova leyst vandamál fyrir Trident; þ.á.m. áskoranir sem tengjast bæði birgða- og gæðaeftirliti,“ segir Brand. ,,Þegar við byrjuðum að innleiða Innova árið 2008 handskrifuðum við ennþá birgðaskýrslur og brettamerkingar.“

Rekjanleiki og pökkun á bretti

Brand segir að fyrsta markmið Trident þegar byrjað var að innleiða Innova árið 2008 hafi verið að bæta pökkun á bretti. Fyrirtækið fann strax ávinninginn af hugbúnaðinum eftir að hann var innleiddur árið 2008 í vinnslustöð þeirra í Akutan, skammt frá Dutch Harbor í Alaska.

„Það er afar mikilvægt að geta rakið einstakar pakkningar með merkingum sem eru tengdar tilteknu bretti og tiltekinni sendingu. Þannig er hægt að rekja feril hráefnis til fullunninnar vöru, í gám og loks til viðskiptavinar. Frá sjónarhóli matvælaöryggis er slíkur rekjanleiki ákaflega mikilvægur,“ segir Brand.

Dreypt af gnægtarbrunni gagnanna

„Innova hefur gert okkur kleift að halda utan um upplýsingar sem tengjast vinnu hvers starfsmanns fyrir sig og búa þannig til nytsamleg gagnasöfn,“ segir Brand. „Þannig er hægt að fylgjast með afköstum við mötun í vinnslutækin, hve mörg kíló af flökum eru unnin á klukkustund og öllu þar á milli.“

Hjá Trident var breytingin áþreifanleg nær samstundis og ávinningurinn jókst í hvert sinn sem ný vinnslustöð innleiddi Innova.

„Ég held að fyrirtækið í heild hafi byrjað að sjá gildi Innova nokkrum árum eftir að byrjað var að innleiða hugbúnaðinn, þegar að höfðum sett hann upp hjá sjöttu vinnslustöðinni. Við áttuðum okkur á því hvernig hægt var að umbreyta gögnum, safna og samþætta þau inn í tekjuumsjónarkerfið og viðskiptagreindarhugbúnaðinn okkar. Þá fórum við að átta okkur á því hvað við höfðum safnað miklum gögnum og á þeim möguleikum sem þau gögn gefa okkur.“

– Jarred Brand, framkvæmdastjóri iðnaðarverkfræði og tækni hjá Trident Seafoods
Ávinningur Trident er tvenns konar, eins og Brand útskýrir: „Í fyrsta lagi nýturðu góðs af kostum Innova matvælavinnsluhugbúnaðar fyrir hverja vinnslustöð fyrir sig. Það er mikils virði bæði fyrir stjórnendur vinnslustöðvanna og verkstjórunum á gólfinu. Með notkun hugbúnaðarins safnast mikið af mjög gagnlegum upplýsingum sem hjálpar þeim að stýra vinnslunni á skilvirkari hátt.“

Í öðru lagi getur fyrirtækjasamsteypan notað gögnin til viðskiptagreininga. „Gögnin sem hægt er að sækja úr tekjuumsjónarkerfinu eru sjaldnast þau sömu og þau sem þeir sem reka vinnslustöð þurfa við daglegan rekstur hennar. Hjá samsteypunni er mjög auðvelt að sækja gögn úr Innova og samkeyra þau með öðrum stærðum og fá þannig fram dýrmætar upplýsingar,“ segir Brand og bætir við: „Þetta hefur bætt rekstur okkur að miklum mun.“

Viscovich útskýrir daglegan ávinning af miðlægum upplýsingum við stjórnun hinna fjölmörgu vinnslustöðva Trident-samsteypunnar: „Áður stýrðum við hverri hinna 13 vinnslustöðva okkar fyrir sig. Nú við getum við haft allt miðstýrt og beint upplýsingum þangað sem þeirra er þörf. Nú er auðveldara fyrir okkur að halda utan um reksturinn, í stað þess að þurfa að skoða upplýsingar frá hverri vinnslustöð fyrir sig.“

MDM – stofngagnalausnin sem við notum fyrir fullvinnslustöðvarnar, gerir það að verkum að þau geta: „…gert eina breytingu á einum stað og hún yfirfærist alls staðar þar sem við á,“ segir Viscovich. „Það gerir líf mitt auðveldara!“

Betra birgðaeftirlit leiðir til betri rekstrar

„Innova birgðastjórnunarlausnin er, að mínu mati, sú breyting í rekstri okkar sem hefur leitt til mestrar hagkvæmni, bæði í vinnslustöðunum okkar í Alaska og í sumum af fullvinnslustöðvunum okkar,“ segir Brand.

„Nú getum við bæði fylgst miklu betur en áður með birgðastöðu okkar, flutt birgðir og líka aðlagað birgðastöðu okkar í rauntíma. Við höfum líka fengið miklu betri yfirsýn og getum því fylgst betur með vörunni á ferð hennar frá Alaska til viðskiptavina okkar um allan heim.“

„Við notum Innova til að fylgjast með afhendingu okkar, alveg frá skipinu, í gegnum fullvinnslu og til ERP kerfisins í Seattle,“ segir Brand.

Innova-þjónusta innan Trident

„Vegna uppbyggingar starfsemi er það ákaflega mikilvægt fyrir Trident að hafa eigin Innova-þjónustu. Vinnslustöðvar okkar eru dreifðar yfir mörg tímabelti og það er mikilvægt fyrir okkur að geta veitt þeim stuðning hvenær sólarhringsins sem er. Þannig geta þeir sem starfa við viðskiptagreiningu hjá okkur óskað eftir tilteknum gagnasöfnum og gögnum frá Innova eða spurt hvort tilteknar upplýsingar séu fyrir hendi, og þá veitir Innova-hópurinn okkur gögn eða tengilinn á þau,“ segir Brand.

Viscovich er sammála: „Þetta er mikilvægt vegna þess að við erum með svo margar vinnslustöðvar og flestar þeirra eru starfræktar allan sólarhringinn í vertíðum. Það er mikilvægt fyrir okkur að það sé einhver á staðnum sem þekkir vinnulag vinnslustöðvarinnar.“

Innova í vinnunni

Viscovich lýsir því hve mikill munur er á því að vinna í vinnslustöðvum annars vegar með og hins vegar án Innova: „Það er stór munur á því hvaða upplýsingar er hægt að sjá í rauntíma, t.d. upplýsingar sem eru notaðar af stjórnendum við gæðaeftirlit, framleiðslustýringu, skipulag og áætlanagerð.“

Þar sem enn átti eftir að innleiða Innova: „…unnu menn út frá því sem þeir héldu að væri gerast og höfðu ekki réttar upplýsingar fyrr en í lok ársins,“ segir hún.

„Hagnaður okkar hefur aukist verulega, nú þegar við höfum allar þessar upplýsingar handbærar vegna þess að við getum við stjórnað út frá þeim. Við getum séð gæði vörunnar strax í stað þess að þurfa að bíða. Nú geta stjórnendur Trident skoðað beint þá vinnslustöð sem þeir eru að leita að; hvort sem þeir eru að leita að framleiðsluupplýsingum, upplýsingum um stærð eða um flutning vörunnar.“

„Þeir hafa allt þetta innan seilingar í rauntíma þökk sé samþættingu Innova og annars hugbúnaðar og þess hve auðvelt er að tengja Innova-hugbúnaðinn og leggja hann ofan á önnur forrit.“

– Nadia Viscovich, gæðaeftirlits- og tæknimaður hjá Trident

Viscovich segir að störf sín og samstarfsfólks hennar væru mun erfiðari og þau kæmu ekki eins miklu í verk án Innova: „Við myndum ekki hafa þær yfirgripsmiklu og nákvæmu upplýsingar sem við nú höfum, fyrr en í lok ársins, en án þeirra væri öll ákvarðanataka bæði lélegri og erfiðari. Innova verður til þess að upplýsingarnar berast hraðar til okkar, í rauntíma. Þannig getum við brugðist hraðar við hverjum þeim vanda sem upp kann að koma.“

Sjálfvirkari framtíð

Brand segist búast við að hugbúnaðurinn muni vaxa í takt við iðnaðinn, þar sem fiskvinnsla verði sífellt sjálfvirkari og stöðug uppfærsla upplýsinga verði æ mikilvægari.

„Við sjáum mikið af breytingum sem tengjast sjálfvirkni. Fleiri og fleiri fiskvinnslustöðvar eru meira og minna sjálfvirkar og farnar að nota vélmenni. Ég held að á næstu árum muni hugbúnaðurinn laga sig að þeirri breytingu og því að þurfa að geta veitt meiri upplýsingar.“

„Ég held að eitt stærsta svið þróunar tengist upplýsingum og viðskiptagreind. Þegar þú ferð inn í verksmiðjur í dag, sérðu þar stóra skjái með talnagögnum,“ segir hann.

„Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um gögnin: Að geta safnað réttum gögnum og kynnt þau á gagnlegan máta, er meðal þess mikilvægasta varðandi gagnsæi upplýsinga og það að bæta reksturinn. Það eru margar leiðir til að safna gögnum, en ef þau eru ekki sett rétt fram, er lítið gagn að þeim við rekstur fyrirtækisins.“

„Róttækasta breytingin og það sem hefur hjálpað okkur á ótal máta við vinnslu á margskonar hráefni er það að geta safnað réttum gögnum og kynnt þau fyrir rétta fólkinu.“

– Jarred Brand, framkvæmdastjóri iðnaðarverkfræði og tækni hjá Trident Seafoods
Trident Seafoods

Trident Seafoods er samsteypa á sviði sjávarafurða og spannar starfsemi hennar alla virðiskeðjuna; frá veiðum til vinnslu og markaðssetningar. Fyrirtækið rekur fiskvinnslustöðvar í tíu sjávarbyggðum í Alaska og frystitogara sem það heldur úti árstíðabundið, við strendur Alaska.

Trident veiðir allar helstu sjávarafurðir sem aflast við Alaska, þar með talið krabba, þorsk, lax, lúðu og villta Alaska-ufsa. Aflinn kemur bæði frá skipum fyrirtækisins og frá hundruðum sjálfstæðra fiskimanna.

Fyrirtækið rekur fullvinnsluaðstöðvar í Bandaríkjunum; í Washington, Minnesota og Georgíu, sem og í Japan, Kína og í Þýskalandi.

Þar er hráefnið fullunnið fyrir smásala, heildsölur, dreifingaraðila og til veitingastaða. Trident Seafoods er fjölskyldufyrirtæki sem er stolt af því að bjóða upp á úrvals sjávarafurðir frá Alaska; „frá hafi til heimilis.“

 

Deila: