Um 80 erindi flutt á Sjávarútvegsráðstefnunni

Deila:

Nú er hægt að sækja Ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 á vef félagsins. Í ráðstefnuheftinu er að finna dagskrá, lýsingu á málstofum og erindum, framúrstefnuhugmyndum og fyrri ráðstefnum. Sjávarútvegsráðstefnan 2018 verður haldin í Hörpu dagana 15.-16. Nóvember.

Málstofur

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 verða 16 málstofur og hafa aldrei veið fleiri og í þeim verða flutt um 80 erindi. Viðfangsefnin eru fjölmörg en markaðsmál eru áberandi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018.

 Nýjungar

Af nýjungum á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 má nefna sérstaka nemendamálstofu og Hraðstefnumót: Samtal forsvarsmanna í sjávarútvegi og nema.

Framúrstefnuhugmyndir

Að þessu sinni eru aðeins 5 framúrstefnuhugmyndir kynntar í Ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar, en þær eru:

Ekko toghlerar

Shark Spirit

Caligo Sapo Fjölþokukerfi

Kristjánsbúrið

SC pro

Þrjár af þessum hugmyndum fá verðlaun og verða kynntar sérstaklega á ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á slóðinni: https://sjavarutvegsradstefnan.is/

 

Deila: