Erindi og myndir aðgengilegar á netinu

Deila:

Nú er hægt að sækja öll erindi sem haldin voru á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 á vef félagsins.  Jafnframt er hægt að sækja fjölda mynda sem teknar voru á ráðstefnustað á vef Sjávarútvegsráðstefnunnar.

Skráðir þátttakendur voru rúmlega 740 að þessu sinni aðeins fleiri en í fyrra.

Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar koma nú fjórir nýir, en það eru; Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, Freydís Vigfúsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir og Magnús Valgeir Gíslason.

Þeir sem sitja áfram annað árið í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar eru: Axel Helgason, Bjarni Eiríksson, Margrét Geirsdóttir og Sturlaugur Sturlaugsson.

Þeir sem ganga úr stjórn eru:  Helga Franklínsdóttir, Daði Már Kristófersson, Gísli Kristjánsson og Jón Þrándur Stefánsson.

Á síðustu árum hefur framlag styrktaraðila verið drifkrafturinn við uppbyggingu á Sjávarútvegsráðstefnunni. Að þessu sinni voru aðalstyrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar: Arion banki, Icelandair Cargo, Tryggingarmiðstöðin, Oddi, HB Grandi, Eimskip og Wise.  Jafnframt  sem aðalstyrktaraðili veitti AVS sjóðurinn styrk til að þróa nemendavettvang Sjávarútvegsráðstefnunnar og Vinnslustöðin veitt styrk til að fjármagna  boðsmið fyrir nemendur í sjávarútvegstengdu námi. Það má heldur ekki gleyma framlagi fyrirlesara, stjórn félagsins o.fl. sem hafa gefið sitt vinnuframlag.
Á myndinni er núverandi stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar, frá vinstri: Magnús Valgeir Gíslason, Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson,  Freydís Vigfúsdóttir, Bjarni Eiríksson, Margrét Geirsdóttir, Axel Helgason, Hólmfríður Sveinsdóttir og Sturlaugur Sturlaugsson.

Erindin má sjá á eftirfarandi slóð: https://sjavarutvegsradstefnan.is/dagskra-2018/

 

Deila: